Arsenal úr leik - Chelsea út eftir vítakeppni

Arsenal-maðurinn Calum Chambers í baráttu við Lucas Joao á Hillsborough-vellinum …
Arsenal-maðurinn Calum Chambers í baráttu við Lucas Joao á Hillsborough-vellinum í kvöld. AFP

Fjórir leikir fóru fram í sextán liða úrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu í kvöld og ber þar hæst að stórliðin Arsenal og Chelsea eru bæði úr leik.

Arsenal heimsótti B-deildarlið Sheffield Wednesday á hinn sögufræga Hillsbrough-leikvang í Sheffield, en Arsene Wenger hvíldi marga byrjunarliðsmenn í leiknum. Hann lenti snemma í vandræðum því Alex Chamberlain fór meiddur af velli á þriðju mínútu og Theo Walcott, sem leysti Chamberlain af, fór meiddur af velli eftir rúman stundarfjórðung.

Leikmenn Sheffield Wed. voru þó ekki að pæla í því heldur héldu góðum takti í sinn leik. Þeir komust yfir með marki Ross Wallace úr teignum á 28. mínútu, og fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks skallaði Lucal Joao svo fyrirgjöf í netið. Staðan 2:0 í hálfleik. Varnarmaðurinn Sam Hutchinson innsiglaði svo öruggan 3:0 sigur B-deildarliðsins sem er komið í átta liða úrslit.

Meiri spenna var í hinum þremur leikjum kvöldsins sem allir fóru í framlengingu og vítakeppni.

Chelsea náði í dramatíska framlengingu gegn Stoke. Jonathan Walters kom Stoke yfir með glæsimarki en Loic Rémy jafnaði metin í uppbótartíma, 1:1, og tryggði framlengingu. Ekkert var skorað í henni og því þurfti að útkljá málin í vítaspyrnukeppni, en þar var Eden Hazard skúrkurinn fyrir Chelsea og brenndi af síðustu spyrnu Chelsea. Stoke fer því áfram.

B-deildarlið Hull sló Leicester út eftir vítakeppni og það gerði Everton einnig eftir vítakeppni við Norwich, en gang mála má sjá hér að neðan þar sem fylgst var með gangi mála í beinni hér á mbl.is.

Everton – Norwich 1:1 - 5:4 eftir vítakeppni
Sheffield Wed. – Arsenal 3:0 LEIK LOKIÐ.
Hull – Leicester 1:1 - 6:5 eftir vítakeppni
Stoke – Chelsea 1:1 - 6:5 eftir vítakeppni

22.27 Leikjunum er lokið! Stoke, Hull og Everton komast áfram eftir vítakeppnir en Chelsea, Leicester og Norwich eru úr leik! Hér má sjá gang mála í vítakeppnunum:

Stoke – Chelsea 1:1
2:1 Adam skorar
2:2 Willian skorar
3:2 Odemwingie skorar
3:3 Oscar skorar
4:3 Shaqiri skorar
4:4 Rémy skorar
5:4 Wilson skorar
5:5 Zouma skorar
6:5 Arnautovic skorar
6:5 Varið! Hazard klúðrar fyrir Chelsea!
Stoke fer áfram eftir vítakeppni

Everton – Norwich 1:1
1:2 Dorrans skorar
2:2 Deulofeu skorar
2:3 Whittaker skorar
3:3 Barkley skorar
3:3 Varið! Hoolahan klúrðar fyrir Norwich
4:3 Lukaku skorar
4:4 Grabban skorar
5:4 Gibson skorar
5:4 Framhjá! Redmond skýtur framhjá fyrir Norwich.
Everton fer áfram eftir vítakeppni

Hull – Leicester 1:1
1:1 Varið! Mahrez klúðrar fyrir Leicester
2:1 Hernandez skorar.
2:2 Drinkwater skorar.
3:2 Maloney skorar
3:3 Inler skorar.
4:3 Huddlestone skorar.
4:4 Wasilewski skorar.
5:4 Akpom skorar.
5:5 Vardy skorar.
6:5 Meyler skorar.
Hull fer áfram eftir vítakeppni

22.21 Það verður góð spurning hvernig sá sem þetta skrifar mun tækla þrjár vítakeppnir hérna í lýsingunni. Ég vona að lesendur taki viljann fyrir verkið! 

22.18 Framlengingu lokið. Við fáum þrjár vítaspyrnukeppnir gott fólk! 

22:05 Í hálfleik framlenginga er enn staðan jöfn í öllum leikjunum. Stundarfjórðungur í þrjár vítaspyrnukeppnir!

21.54 Mark! Hull - Leicester 1:1. Hull var ekki lengi að jafna metin, það gerði Abel Hernandez skömmu eftir að Leicester komst yfir.

21.50 Mark! Hull - Leicester 0:1. Úrvalsdeildarliðið kemst yfir og það er Riyad Mahrez sem skorar markið á 99. mínútu.

21.41 Framlenging fer senn að hefjast í leikjunum þremur og við fylgjumst að sjálfsögðu með því.

21.39 Leik lokið, Sheffield Wed. - Arsenal 3:0. Arsenal er úr leik! Framlenging framundan í hinum leikjunum. Staðan eftir 90 mínútur þar:

Everton - Norwich 1:1
Hull - Leicester 0:0
Stoke - Chelsea 1:1

21.37 Rautt spjald! Skömmu eftir jöfnunarmark Chelsea fær Phil Bardsley rautt spjald í liði Stoke. Heimamenn verða því einum færri í framlengingunni sem allt stefnir í að verði.

21.34 Mark! Stoke - Chelsea 1:1. Það munar ekkert um dramatíkina! Í uppbótartíma skorar Loic Rémy fyrir Chelsea og virðist vera að tryggja þeim framlengingu!

21.29 Nú fer að styttast í annan endann á leikjunum og eins og staðan er núna eru Arsenal og Chelsea á leið úr keppninni. Það stefnir hins vegar í framlengingu í hinum leikjunum tveimur.

21.11 Mark! Everton - Norwich 1:1. Everton-menn hafa jafnað metin og þar er hinn síungi Leon Osman að verki.

20.57 Mark! Sheffield Wed. - Arsenal 3:0. Arsenal-menn eru í bullinu!! Heimamenn bæta við þriðja markinu eftir laglega útfærða aukaspyrnu út í teiginn, boltinn barst fyrir og þar kom Sam Hutchinson boltanum yfir línuna af stuttu færi.

20.56 Mark! Stoke - Chelsea 1:0. Getur það verið, Chelsea lent undir! Jonathan Walters kemur heimamönnum í Stoke yfir. Lifir Jose Mourinho út kvöldið ef svona fer?

20.54 Mark! Everton - Norwich 0:1. Gestirnir komast yfir á Goodison Park og það er varnarjaxlinn Sebastian Bassong sem er þar að verki.

20.51 Síðari hálfleikur er hafinn í leikjunum.

20.33 Hálfleikur. Einu mörkin sem komu í fyrri hálfleik voru skoruð ef Sheffield Wednesday gegn Arsenal, og ljóst að úrvalsdeildarliðið á erfiðan síðari hálfleik fyrir höndum.

20.27 Mark dæmt af Chelsea, en fyrirliðinn John Terry skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Willian. Hann var hins vegar dæmdur rangstæður.

20.26 MARK! Sheffield Wed. - Arsenal 2:0. Heimamenn tvöfalda forskotið! Er þetta að verða martröð fyrir Arsenal? Það er Lucas Joao sem stekkur hæst í teignum og stangar boltann í netið.

20.13 MARK! Sheffield Wed. - Arsenal 1:0. Heimamenn eru komnir yfir. Eftir snarpa sókn upp vinstri kantinn berst boltinn út á Ross Wallace sem tekur boltann viðstöðulaust og leggur hann framhjá Petr Cech.

20.04 Enn bíðum við eftir mörkum í leikina, en Arsenal-menn eru hins vegar í alls kyns meiðslavandræðum. Alex Chamberlain fór meiddur af velli eftir um fimm mínútum og inn kom Theo Walcott. Hann var hins vegar að fara af velli vegna meiðsla núna eftir rúmar tuttugu mínútur.

19.46 Leikirnir eru hafnir.

18.50 Byrjunarliðin eru klár og þau má sjá hér að neðan.

Everton: Robles, Oviedo, Funes Mori, Stones, Browning, Gibson, McCarthy, Mirallas, Osman, Kone, Lukaku.
Norwich: Ruddy; Wisdom, Bennett, Bassong, Olsson; Redmond, Mulumbu, O'Neil, Odjidja; Hoolahan; Grabban.

Sheffield Wed: Wildsmith, Hunt, Loovens, Lees, Pudil, Wallace, Lee, Hutchinson, Bannan, Helan, João.
Arsenal: Cech, Debuchy, Chambers, Mertesacker, Gibbs, Flamini, Kamara, Oxlade-Chamberlain, Campbell, Iwobi, Giroud.

Hull: Jakupovic; Odubajo, Dawson, Maguire, Robertson; Hayden, Huddleston, Diame, Taylor; Maloney, Luer.
Leicester: Schwarzer; De Laet, Benalouane, Wasilewski, Chilwell; Dodoo, Inler, King, Albrighton; Kramarić, Okazaki.

Stoke: Butland; Muniesa, Wollscheid, Shawcross, Bardsley; Adam, Whelan; Arnautovic, Affelay, Diouf; Walters.
Chelsea: Begovic; Zouma, Cahill, Terry, Baba; Ramires, Mikel; Willian, Oscar, Hazard; Diego Costa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert