James McClean, leikmaður West Bromwich Albion á Englandi, var ósáttur með hegðun þýska stjórans Jürgen Klopp eftir 1:1 jafntefli liðanna um síðustu helgi en hann neitaði að taka í höndina á Tony Pulis, stjóra West Brom eftir leikinn.
Klopp var afar ósáttur með aðferðir Pulis í leiknum en Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, fór meiddur af velli í leiknum eftir háskalega tæklingu andstæðingsins.
Þýski stjórinn neitaði að taka í höndina á Pulis eftir leikinn og gagnrýndi því McClean hann harðlega í útvarpi BBC Radio.
„Ég ber mikla virðingu fyrir þessum manni þar sem hann gerði frábæra hluti með Dortmund en hann er svolítill hálfviti ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði McClean.
„Þú getur ekki hagað sér svona eins og hann gerði á sunnudag. Hvort sem þú vinnur, gerir jafntefli eða tapar þá verður þú að sýna virðingu,“ sagði hann að lokum.