Hiddink á leið til Chelsea?

Guus Hiddink.
Guus Hiddink. AFP

Hollendingurinn Guus Hiddink hefur staðfest að hann eigi í viðræðum við forráðamenn Chelsea um að taka við knattspyrnustjórn liðsins. Taki hann við liðinu væri það ekki í fyrsta sinn sem Hiddink tekur við stjórn Chelsea tímabundið. 

Hiddink tók við stjórn Chelsea-liðsins í febrúar 2009 þegar  Luiz Felipe Scolari var leystur frá störfum. 

„Ég  ætla að gefa mér góðan tíma til þess að skoða málið," sagði Hiddink í samtali við De Telegraaf í morgun. 

Juande Ramos, fyrrverandi stjóri Tottenham, hefur einnig verið orðaður við stjórastarfið hjá Chelsea. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert