United tapaði heima - Leicester jók forskotið

Sex leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og ber þar bæst að Manchester United mátti sætta sig við tap þegar liðið fékk Norwich í heimsókn. United hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum.

Norwich komst yfir með marki Cameron Jerome seint í fyrri hálfleik, en Alexander Tettey tvöfaldaði forskot Norwich snemma í þeim síðari. Anthony Martial minnkaði muninn fyrir United þegar tæpur hálftími var eftir og þar við sat, lokatölur 2:1 fyrir Norwich. United er nú án sigurs í síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum í fyrsta sinn frá því í mars árið 2004.

Chelsea spilaði sinn fyrsta leik eftir brotthvarf José Mourinho þegar Sunderland kom í heimsókn. Virtist sem þungu fargi væri létt af leikmönnum meistaranna, sem voru komnir í 2:0 eftir þrettán mínútur. Er það í fyrsta sinn síðan í ágúst sem Chelsea skorar tvö mörk í fyrri hálfleik á tímabilinu, en Branislav Ivanovic og Pedro voru þar að verki. Oscar bætti við marki snemma í síðari hálfleik áður en Fabio Borini minnkaði muninn.

Þá fær ekkert stöðvað topplið Leicester, sem heimsótti Everton. Riyad Mahrez skoraði tvívegis af vítapunktinum og Shinji Okazaki bætti þriðja markinu við í 3:2 sigri þeirra, en Romelu Lukaku og Kevin Mirallas skoruðu mörk Everton. Leicester er nú með fimm stiga forskot á toppnum, en Arsenal og Manchester City koma þar á eftir með leik til góða og mætast einmitt á mánudagskvöld.

Öll úrslit og markaskorara má sjá hér að neðan.

Chelsea – Sunderland 3:1
(Ivanovic 6., Pedro 13., Oscar 50. víti) - Borini 53.)
West Brom – Bournemouth 1:1
(McAuley 79. - Smith 52., Daniels (víti) 87.)
Rautt: McClean (West Brom) 34., Salomón (West Brom) 90.

Manchester United – Norwich 1:2
(Martial 66. - Jerome 38., Tettey 54.)
Stoke – Crystal Palace 1:2
(Bojan 76. (víti) - Wickham 45. (víti), Lee 88.)
Southampton – Tottenham 0:2
(Kane 40., Alli 43.)
Everton – Leicester 2:3
(Lukaku 32., Mirallas 89. - Mahrez 28. (víti), 65. (víti), Okazaki 69.)

16.55 Leikjunum er lokið.

16.53 Rautt! West Brom – Bournemouth 1:2. Annað rautt á heimamenn, nú er það José Salomón sem fýkur útaf. Aftur eftir brot á Adam Smith.

16:49 Mark! Everton - Leicester 2:3. Stefnir í spennu á Goodison Park þar sem Kevin Mirallas var að minnka muninn gegn toppliðinu á 89. mínútu.

16:47 Mark! Stoke – Crystal Palace 1:2. Gestirnir komast yfir á 88. mínútu með marki Chung-Yong Lee.

16.46 Mark! West Brom – Bournemouth 1:2. Nýliðarnir komast yfir á ný og úr sjöttu vítaspyrnu dagsins. Charlie Daniels fór á punktinn og skoraði af öryggi.

16.41 Mark! West Brom – Bournemouth 1:1. Tíu heimamenn hafa jafnað metin gegn nýliðunum, en þar er að verki Gareth McAuley með skalla í stöng og inn.

16.34 Mark! Stoke – Crystal Palace 1:1. Heimamenn hafa jafnað metin, en það gerði Bojan úr vítaspyrnu.

16.29 Mark! Everton – Leicester 1:3. Stefnir í fimm stiga forystu Leicester á toppnum ef svona heldur áfram. Shinji Okazaki var að skora eftir undirbúning frá Jamie Vardy.

16.24 Mark! Everton – Leicester 1:2. Toppliðið kemst yfir á ný og aftur er það Riyad Mahrez sem skorar úr vítaspyrnu, í þetta sinn eftir að Tim Howard braut af sér innan teigs.

16.23 Mark! Manchester United – Norwich 1:2. Kemur United til baka? Ashley Young kom boltanum fyrir, Anthony Martial fékk boltann í teignum og skoraði af miklu harðfylgi. Markið á 66. mínútu.

16.11 Mark! Manchester United – Norwich 0:2. Ótrúlegir hlutir að gerast á Old Trafford þar sem gestirnir bæta við marki. Phil Jones í ruglinu í vörninni og Alexander Tettey hefur nægan tíma til að athafna sig og skoraði frá vítateigslínunni.

16.09 Mark! West Brom – Bournemouth 0:1. Gestirnir eru komnir yfir gegn tíu leikmönnum West Brom. Adam Smith sem var tæklaður í aðdraganda rauða spjalds McClean í fyrri hálfleik skoraði af um tuttugu metra færi.

16.08 Mark! Chelsea – Sunderland 3:1. Gestirnir fljótir að svara fyrir sig en það gerði Fabio Borini sem fylgdi eftir skalla Kaboul sem var varinn.

16.05 Mark! Chelsea – Sunderland 3:0. Meistararnir byrja síðari hálfleikinn eins og þann fyrri, með marki. Oscar fór á punktinn og skoraði.

16:04 Síðari hálfleikur er að hefjast í leikjunum, einum af öðrum.

15.48 Hálfleikur. Stöðuna má sjá hér að ofan.

15.46 Mark! Stoke – Crystal Palace 0:1. Gestirnir eru komnir yfir, en Connor Wickham skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

15.43 Mark! Southampton – Tottenham 0:2. Spursarar eru komnir með blóð á tennurnar og þremur mínútum eftir fyrsta markið tvöfaldar Dele Alli forskot þeirra. Kyle Walker átti fyrirgjöf fyrir markið sem Alli skilar í netið.

15.41 Stöngin! Stoke – Crystal Palace 0:0. Markalaust á Britannia en Erik Pieters átti nú fyrirgjöf sem Marco van Ginkel fleytti áfram í stöngina á marki Palace.

15.40 Mark! Southampton – Tottenham 0:1. Spursarar komnir yfir, en markið skoraði Harry Kane eftir flott einstaklingsframtak. 

15:38 Mark! Manchester United - Norwich 0:1. Rauðu djöflarnir eru lentir undir, en markið skorar Cameron Jerome eftir að hafa prjónað sig í gegnum vörnina og sloppið nokkuð óvænt í gegn. 

15.34 Rautt! West Brom – Bournemouth 0:0. Það er markalaust en dró til tíðinda eftir rúmlega hálftíma leik þegar James McClean fékk rautt í liði West Brom fyrir að strauja Adam Smith á 34. mínútu.

15.32 Mark! Everton – Leicester 1:1. Það tók Everton ekki langan tíma að jafna gegn toppliðinu. Romelu Lukaku gerði það á 32. mínútu og fylgdi á eftir því að skot Ross Barkley var bjargað á línu.

15.28 Mark! Everton – Leicester 0:1. Topplið Leicester fékk vítaspyrnu og á punktinn fór Riyad Mahrez sem brást ekki bogalistin og skoraði úr spyrnunni. Stefnir í fimm stiga forskot Leicester eftir þessa leiki.

15.13 Mark! Chelsea – Sunderland 2:0. Chelsea-menn eru í stuði! Pedo var að tvöfalda forskot þeirra með hörkuskoti. Stuðningsmenn liðsins syngja nafn Mourinho í stúkunni.

15.10 Wayne Rooney hélt að hann væri að koma Man Utd yfir gegn Norwich í sínum 500. leik fyrir félagið þegar hann kom boltanum í netið, en var flaggaður rangstæður. Þetta hefði verið fyrsta deildarmark hans frá því í október.

15.06 Mark! Chelsea – Sunderland 1:0. Já það tók þá bláklæddu ekki langan tíma að komast yfir. Branislav Ivanovic skoraði á sjöttu mínútu þegar hann stangaði hornspyrnu Willian í netið. Ætli Guus Hiddink sé ekki glaður núna.

15.00 Leikirnir eru að fara af stað, einn af öðrum.

14.00 Byrjunarliðin fara nú að dúkka upp eitt af öðru og birtast hér að neðan um leið og þau berast.

Chelsea: Courtois, Ivanovic, Zouma, Terry, Azpilicueta, Matic, Fabregas, Willian, Oscar, Pedro, Diego Costa.
Sunderland: Pantilimon, Jones, Coates, Kaboul, O’Shea, Van Aanholt, M’Vila, Rodwell, Toivonen, Watmore, Defoe.

West Brom: Myhill; Dawson, McAuley, Olsson, Evans; Brunt, Fletcher, Gardner, McClean; Morrison; Rondon.
Bournemouth: Boruc; Smith, Francis, Cook, Daniels; Arter, Gosling, Surman, Stanislas; Ritchie, King.

Manchester United: De Gea; Young, Jones, Smalling, Blind; Carrick, Fellaini, Memphis, Mata; Martial, Rooney.
Norwich: Rudd; Martin, Bennett, Bassong, Olsson; Redmond, O'Neil, Tettey, Brady; Hoolahan; Jerome.

Stoke: Butland, Johnson, Shawcross, Wollscheid, Pieters, Whelan, van Ginkel, Shaqiri, Afellay, Arnautovic, Bojan.
Crystal Palace: Hennessey; Ward, Dann, Delaney, Souare; McArthur, Ledley; Zaha, Puncheon, Bolasie; Wickham.

Southampton: Gazzaniga, Cedric Soares, Fonte, van Dijk, Bertrand, Wanyama, Clasie, Mane, Steven Davis, Tadic, Pelle.
Tottenham: Lloris, Walker, Alderweireld, Vertonghen, Davies, Dembele, Dier, Lamela, Alli, Eriksen, Kane.

Everton: Howard; Baines, Funes Mori, Stones, Coleman; Barry, Cleverley, Kone, Barkley, Deulofeu; Lukaku.
Leicester: Schmeichel; Simpson, Morgan, Wasilewski, Fuchs; Mahrez, Kanté, King, Albrighton; Okazaki, Vardy.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert