Fábregas kærir fyrir meiðyrði

Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas. AFP

Cesc Fábregas miðjumaður Chelsea hyggst lögsækja Pat Nevin, fyrrum leikmann Chelsea og álitsgjafa á BBC fyrir meiðyrði en Nevin sagði Fábregas frekar vilja tapa heldur en vinna undir stjórn José Mourinho sem rekinn var frá Chelsea á dögunum.

Fábregas hefur þegar beðið lögmenn sína að senda honum ákæru en Nevin sagði orðin í útvarpsþætti á BBC í síðustu viku.

Þáttastjórnandinn, Garrry Richardson talaði um leikmenn sem vildi heldur tapa en vinna og þá svaraði Nevin:

„Já, það var Fábregas, var það ekki?".

Fábregas hefur oftar en ekki spila betur á ferlinum en á þessari leiktíð en Chelsea situr í 15. sæti deildarinnar með 18 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert