„Erum eins og Forrest Gump“

Leikmenn Leicester fagna marki á leiktíðinni.
Leikmenn Leicester fagna marki á leiktíðinni. AFP

Claudio Ranieri knattspyrnustjóri Leicester City líkir þoli liðsins við karakter Tom Hanks í kvikmyndinni Forest Gump sem hljóp um öll Bandaríkin.

Ári eftir að hafa verið í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar trónir Leicester á toppi deildarinnar, hefur tveggja stiga forskot á Arsenal.

„Ég er með gott sjálfstraust því Leicester á síðustu leiktíð bjargaði sér á síðustu tveimur mánuðunum og það þýðir að þolið er frábært. Af hverju getum við ekki haldið áfram að hlaupa, hlaupa og hlaupa. Við erum eins og Forrest Gump.

Leikmennirnir vita að þeir eru að gera vel en þeir hafa ekkert afrekað neitt ennþá. Eftir því sem ég best veit hefur Leicester aldrei verið á toppnum á þessum tíma svo ég er mjög ánægður. Þegar stjórinn og leikmennirnir gera stuðningsmennina ánægða þá er það frábært en við verðum að halda vinnunni áfram,“ segir Ranieri.

Leicester sækir Liverpool heim á morgun en þá fer fram heil umferð í deildinni.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert