Shelvey á leið til Newcastle

Jonjo Shelvey fagnar marki.
Jonjo Shelvey fagnar marki. AFP

Newcastle hefur náð samkomulagi við Swanse um kaupverðið á enska miðjumanninum Jonjo Shelvey að því er breskir fjölmiðlar greina frá í dag.

Newcastle er reiðubúið að greiða 12 milljónir punda fyrir Shelvey sem gekk í raðir Swansea frá Liverpool árið 2013. Reiknað er að Shelvey gangist undir læknisskoðun hjá Newcastle í dag og skrifi undir samning við félagið að henni lokinni.

Shelvey, sem er 23 ára gamall, á að baki 6 leiki með enska landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert