Balotelli að snúa aftur í enska boltann?

Mario Balotelli.
Mario Balotelli. AFP

Hinn skrautlegi Mario Balotelli er í enskum fjölmiðlum í morgun orðaður við endurkomu til Englands, en hann er nú í láni hjá AC Milan á Ítalíu frá Liverpool. Ekki er þó talið að hann muni eiga afturkvæmt til Bítlaborgarinnar.

Nú eru forráðamenn West Ham sagðir renna auga til Balotelli og eru sagðir tilbúnir til þess að punga út 10 milljónum punda. Hann hefur aðeins spilað fjóra leiki fyrir AC á tímabilinu og skorað eitt mark, en þessi 25 ára gamli framherji er þekktur fyrir vandræði sín utan vallar.

Balotelli kom fyrst til Englands tvítugur að aldri og gekk til liðs við Manchester City. Eftir þrjú ár var hann seldur til AC Milan áður en Liverpool keypti hann fyrir einu og hálfu ári. Eftir ár var hann hins vegar lánaður út á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert