Skilur ekki af hverju hann er hunsaður

Klopp fagnar Christian Benteke eftir sigurmarkið sem hann skoraði á …
Klopp fagnar Christian Benteke eftir sigurmarkið sem hann skoraði á móti Crystal Palace á dögunum. AFP

Framherjinn Christian Benteke leikmaður Liverpool segist ekki skilja hvers vegna hann sé hunsaður af knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp.

Benteke hefur skorað 8 mörk í 35 leikjum með Liverpool í öllum keppnum á tímabilinu en aðeins eitt þeirra hefur litið dagsins ljós á árinu 2016 og það kom úr vítaspyrnu. Belginn hefur aðeins verið í byrjunarliðinu í fimm leikjum frá því í desember en Klopp hefur valið að vera með Daniel Sturridge og Divock Origi umfram Benteke.

„Nokkrir af samherjum mínum sögðu að ég væri heppinn með komu Klopp því ég myndi klárlega fá mikinn spiltíma,“ sagði Benteke við belgíska fjölmiðilinn Sport/Voetbalmagazine.

„Þegar þjálfari segir að hann vilji fá þig til Dortmund en stuttu síðar situr þú á bekknum og er hunsaður. Það er erfitt að skilja það. Ég vildi ekki fara í janúar því það er enn löngun hjá mér að ná árangri með Liverpool en við sjáum til eftir tímabilið,“ segir Beneke sem Liverpool keypti frá Aston Villa fyrir tímabilið og greiddi fyrir hann 32,5 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert