Stutt stopp hjá Schweinsteiger?

Bastian Schweinsteiger í baráttu við Sergio Agüero.
Bastian Schweinsteiger í baráttu við Sergio Agüero. AFP

Þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger gæti verið á förum frá Manchester United í sumar eftir aðeins eitt tímabil í herbúðum félagsins.

Schweinsteiger hefur misst af drjúgum hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vegna meiðsla og leikbanns, en hann hefur byrjað 13 leiki í deildinni það sem af er.

Tyrkneski miðillinn AMK greinir frá því að Fenerbahce hafi sett sig í samband við fulltrúa Þjóðverjans með það fyrir augum að festa kaup á honum fyrir 5,5 milljónir punda. Schweinsteiger kom til United fyrir 9 milljónir punda frá Bayern München í júlí í fyrra og skrifaði undir samning til þriggja ára.

Fenerbahce fékk í fyrra til sín tvo leikmenn frá United, þá Robin van Persie og Nani.

Bastian Schweinsteiger í baráttu við Sergio Agüero.
Bastian Schweinsteiger í baráttu við Sergio Agüero. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert