Lærisveinar Klopp eru tilbúnir

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir síðari leik liðsins gegn Villarreal frá Spáni í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Spænska liðið er 1:0-yfir í einvíginu eftir fyrri leikinn, en sá síðari fer fram á Anfield annað kvöld.

„Ef við spilum okkar besta leik þá getum við komist í úrslitin. Leikmennirnir hafa sýnt mér margt jákvætt undanfarið og við erum tilbúnir. Við munum leggja allt á okkur,“ sagði Klopp. Þá staðfesti hann einnig að Emre Can væri klár í slaginn á ný og þá vildi hann ekki staðfesta hvort Daniel Sturridge myndi spila en hann væri þó klár.

Klopp notaði svo tækifærið og óskaði Leicester til hamingju með Englandsmeistaratitilinn. „Meira að segja þó þú sért ekki stuðningsmaður félagsins þá eru allir sammála um að þetta er verðskuldað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka