Van Gaal rekinn

Louis van Gaal.
Louis van Gaal. AFP

Enskir fjölmiðlar birta þessa stundina hver á fætur öðrum staðfestingarfréttir um að Manchester United hafi sagt knattspyrnustjóranum hollenska, Louis van Gaal, upp störfum.

Van Gaal, sem er 64 ára gamall, tók við Manchester United sumarið 2014, í kjölfar þess er Holland vann bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í Brasilíu undir hans stjórn.

Hann á þrjátíu ára þjálfaraferil að baki með Ajax, Barcelona, AZ Alkmaar, Bayern München, Manchester United og sem þjálfari hollenska landsliðsins 2000 – 2002 og 2012 – 2014.

Van Gaal kveður Manchester United sem enskur bikarmeistari en liðið vann Crystal Palace í úrslitaleiknum á Wembley á laugardaginn, 2:1, eftir framlengingu. United hafnaði í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar í vetur og náði ekki að vinna sér keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu.

Reiknað er með að José Mourinho taki við starfi hans á allra næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert