Balotelli snýr aftur til Liverpool

Mario Balotelli snýr aftur til æfinga á laugardag.
Mario Balotelli snýr aftur til æfinga á laugardag. AFP

Ítalski framherjinn Mario Balotelli snýr aftur til æfinga hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool á laugardag en enskir fjölmiðlar greina frá þessu. Hann mun þar hitta Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra félagsins, í fyrsta sinn.

Balotelli, sem er 25 ára gamall, var á láni frá Liverpool hjá AC Milan á síðustu leiktíð, en ítalska félagið ákvað að kaupa hann ekki til félagsins.

Hann þarf því að snúa aftur til æfinga hjá Liverpool en hann mætir á æfingu á laugardag á Melwood-svæðinu.

Ólíklegt er að hann haldi sig hjá Liverpool en hann virðist ekki passa inn í myndina hjá Klopp og má búast við því að félagið selji hann í glugganum.

Mino Raiola, umboðsmaður Balotelli, er þó hrifinn af þeirri hugmynd að hann verði áfram hjá Liverpool, en það virðist vera eini kosturinn í augnablikinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka