Verðmiðinn er algjör bilun

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal. AFP

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, telur 100 milljóna punda verðmiða Pauls Pogba vera algjöra bilun, sé upphæðin miðuð við daglegt líf.

Pogba, sem er 23 ára franskur landsliðsmaður, virðist á leið til Manchester United frá Juventus og er talið að verðmiðinn sé 100 milljónir punda. 

„Þetta er algjör bilun ef þú getur ekki borgað þetta. Ef þú getur borgað þá er hægt að réttlæta verðið,“ sagði Wenger þegar hann var spurður um málið.

„Þetta er bilun ef verðið er miðað við daglegt líf, það er nokkuð ljóst. Við lifum hins vegar í heimi þar sem hlutir sem eru vinsælir á heimsmælikvarða velta gríðarlegum fjármunum. Knattspyrnan er vinsæl á heimsvísu og þess vegna geta félög borgað háar fjárhæðir,“ sagði Wenger enn fremur.

„Síðan ég hóf störf sem knattspyrnustjóri hef ég oft haldið að metið yfir dýrasta leikmann sögunnar yrði ekki slegið. Alltaf hef ég haft rangt fyrir mér og kannski verður metið 200 eða 300 milljónir punda eftir nokkur ár.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert