Mario Balotelli og hans fylgdarlið vandar ekki Liverpool-mönnum kveðjurnar og skaut ítalski framherjinn fast á eina af goðsögnum félagsins, Jamie Carragher, á Twitter í dag.
Mino Raiola, lét Jürgen Klopp heyra það í ítölskum fjölmiðlum í dag og kallaði hann drulluhal. Næst var röðin komin að Balotelli og Carragher en allt gerðist þetta eftir að Balotelli gekk í raðir franska 1. deildar liðsins Nice undir lok þessa félagsskiptaglugga.
„Jamie Carragher, slæmur leikmaður, dásamlegur „hater“, hverjum er ekki sama,“ sagði Balotelli á Twitter-aðgangi sínum í kvöld.
Jamie Carragher, bad player, wonderful hater @Carra23 ,who cares. pic.twitter.com/onbY0WUgOc
— Mario Balotelli (@FinallyMario) September 3, 2016
Carragher gerði grín að Balotelli og sagði Nice vera að taka áhættu þrátt fyrir að liðið fengi hann til sín á frjálsri sölu. Balotelli líkaði það augljóslega ekki og skaut fast til baka.
Balotelli on a free is still paying over the odds by Nice.
— Jamie Carragher (@Carra23) August 31, 2016