„Sama lið og skíttapaði gegn Íslandi“

England var í rauðum búningum í kvöld.
England var í rauðum búningum í kvöld. AFP

Enskir fjölmiðlar eru ekki sáttir með frammistöðu Englands í fyrsta leik undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu, en England vann dramatískan 1:0-sigur á Slóvakíu með marki í uppbótartíma.

„Hver er munurinn á Englandi núna og því liði sem tapaði fyrir Íslandi á EM?“ er spurt á vef Daily Star. Og svarið er gefið strax á eftir: „Þetta er sama lið og skíttapaði gegn Íslandi, nema þá var liðið í hvítum búningum en var í þeim rauðu í kvöld. Það er eini munurinn.“

Sam Allardyce stýrði Englandi í fyrsta sinn í kvöld eftir að hafa tekið við af Roy Hodgson, sem einmitt hætti eftir 2:1-tapið fyrir Íslandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi í sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert