Liverpool og Leicester vilja „næsta Zlatan“

Alexander Isak, framherji AIK.
Alexander Isak, framherji AIK. Ljósmynd/aikfotboll.se/

Liverpool og Leicester eru meðal þeirra knattspyrnufélaga sem berjast um að landa hinum 17 ára gamla framherja Alexander Isak, sem vakið hefur athygli með frammistöðu sinni fyrir AIK í sænsku úrvalsdeildinni.

Isak, sem hefur verið kallaður „næsti Zlatan Ibrahimovic“, hefur skorað sex mörk í 18 leikjum fyrir AIK á tímabilinu.

Samkvæmt spænska blaðinu SPORT eru nokkur af stærstu félögum Evrópu á eftir Svíanum. Barcelona, Real Madrid og Bayern München eru öll með kappann í sigtinu, líkt og Liverpool og Leicester eins og fyrr segir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert