„Börðust fyrir stuðningsmennina“

Jose Mourinho er ástfanginn af stuðningsmönnum Manchester United.
Jose Mourinho er ástfanginn af stuðningsmönnum Manchester United. AFP

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United á Englandi, var að vonum sáttur við 1:0 sigur liðsins á Manchester City í 16 liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

United hefur spilað undir getu í síðustu leikjum og tapaði fyrir Chelsea með fjórum mörkum gegn engu síðustu helgi.

Juan Manuel Mata tryggði liðinu sigur í kvöld í bikarnum, en Mourinho var virkilega ánægður við frammistöðuna.

„Leikmennirnir gerðu allt og áttu skilið að vinna þennan leik. Við erum ánægðir með þetta,“ sagði Mourinho.

„Við vorum búnir að fá ágætis úrslit fyrir leikinn gegn Chelsea en þetta var stórt tap. Þetta voru tölur sem félagið á ekki skilið og þegar ég er hjá félagi tilheyrir hjarta mitt stuðningsmönnum þess og því fann ég til með þeim.“

„Við töpuðum 4:0 og þeir héldu áfram að styðja okkur. Stuðningurinn á vellinum í dag var ekta og svo virðist sem stuðningur þeirra við liðið sé meiri en einhver ein slæm úrslit, eða þrjú slæm tímabil. Leikmennirnir gáfu allt í þetta í dag og þó svo að liðið hafi tapað í dag var tilfinningin stórkostleg því leikmenn sýndu að þeim er ekki sama og börðust fyrir stuðningsmenn félagsins,“ sagði hann að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert