Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea fengu slæman skell gegn nýliðunum í Middlesbrough í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þar sem lokatölur urðu Boro í vil, 3:0.
Leikið var á Riverside, heimavelli Middlesbrough en tapið þýðir að Swansea hefur 12 stig, jafn mörg stig og Hull hefur í botnsæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti.
Middlesbrough hefur 18 stig í 14. sæti deildarinnar.
Gylfi var eins og jafnan áberandi í liði Swansea sem komst þó lítt áleiðis. Þetta var annað tap Swansea í röð í deildinni en liðið tapaði 3:1 gegn WBA í síðustu umferð. Tapið í dag er þó mun verra enda WBA í 7. sæti deildarinnar en Middlesbrough í fallbaráttunni með Swansea.
90. Leik lokið. Skelfilegt tap Swansea.
58. MARK! Marten de Roon kemur Middlesbrough í 3:0. Nýliðarnir eru hreinlega að valta yfir Svanina. Lítur ekki vel út fyrir Gylfa og félaga.
46. Síðari hálfleikur er hafinn.
45. Hálfleikur á Riverside Stadium. Middlesbrough er 2:0 yfir, en Alvaro Negredo hefur skorað bæði mörk liðsins.
29. MAAAARK. Milddlesbrough - Swansea City, 1:0. Alvaro Negredo skorar annað mark sitt í leiknum og tvöfaldar forystu Middlesbrough með marki úr vítaspyrnu. Negredo skorar af miklu öryggi úr vítinu.
18. MAAAARK. Milddlesbrough - Swansea City, 1:0. Alvaro Negredo kemur Middlesbrough yfir þegar hann skorar með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Adam Clayton frá vinstri.
1. Leikurinn er hafinn á Riverside Stadium.
Byrjunarlið Middlesbrough: Valdes - Barragan, Chambers, Gibson, Da Silva - Forshaw, Clayton, de Roon -Ramirez, Negredo, Fischer.
Byrjnarlið Swansea City: Fabianski - Rangel, Mawson, Amat, Taylor - Fulton, Britton, Gylfi Þór Sigurðsson - Barrow, Llorente, Routledge.
0. Middlesbrough situr í 17. sæti deildarinnar með 15 stig, en Swansea City er sæti neðar með 12 stig og situr í fallsæti.
0. Gylfi Þór hefur leikið afar vel fyrir Swansea City og verið einn af fáum ljósum punktum í svartri stöðu liðsins. Gylfi Þór hefur skorað fimm mörk í deildinni og lagt upp önnur fimm mörk fyrir liðsfélaga sína.