Gylfi sterklega orðaður við Everton

Gylfi Þór Sigurðsson hefur borið Swansea-liðið á herðum sér í …
Gylfi Þór Sigurðsson hefur borið Swansea-liðið á herðum sér í vetur. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni, er áfram orðaður við Everton og er sá orðrómur orðinn töluvert hávær í enskum miðlum.

Gylfi hefur skorað 33 mörk og gefið 23 stoðsendingar í 112 leikjum með Swansea og er Ronald Koeman knattspyrnustjóri Everton sagður horfa til Gylfa sem lykilmanns í sóknaruppbyggingu liðsins.

Þá segja enskir miðlar að Koeman sé mjög spenntur fyrir því að spila Gylfa með belgíska framherjanum Romelu Lukaku og er bjartsýnn á að þeir geti náð mjög vel saman. Gylfi er samningsbundinn Swansea til 2020 og færi því ekki ódýrt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert