Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimović er ekki þekktur fyrir að vera sérstaklega hógvær. Hann skoraði þrennu gegn Saint-Étienne í Evrópudeildinni í gær og sagði hann í kjölfarið að hann væri Indiana Jones knattspyrnunnar.
„Það er alveg sama hvert ég fer, það gengur alltaf vel hjá mér alveg eins og hjá Indiana Jones," sagði Zlatan eftir leikinn.
Hann segist vona til þess að vinna titla með United á leiktíðinni.
„Allir titlar sem ég hef unnið eru ótrúlegir og það er sama hvert ég hef farið, ég hef alltaf unnið titla. Vonandi get ég það á Englandi líka. Ég mun gera mitt besta til þess," sagði Svíinn að lokum.