Býst við að Wenger verði áfram

Sol Campbell spilaði eitt sinn golf með Ólafi Stefánssyni.
Sol Campbell spilaði eitt sinn golf með Ólafi Stefánssyni. ljósmynd/Sigurgeir

Sol Campbell, fyrrverandi leikmaður Arsenal, á ekki von á öðru en að Arsene Wenger skrifi undir nýjan samning við Arsenal eftir leiktíðina og verði áfram hjá félaginu. Margir stuðningsmenn félagsins eru orðnir þreyttir á Wenger og vilja fá hann burt fá félaginu. 

Wenger hefur lítið tjáð sig framtíð sína, annað en að hún komi í ljós eftir leiktíðina. Arsenal hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina í 13 ár og eru margir orðnir þreyttir á því.

Campbell var tvisvar enskur meistari undir stjórn Frakkans og býst hann við að þjálfarinn taki í það minnsta eitt tímabil til viðbótar. 

„Ég held hann muni skoða þetta vel áður en hann skrifar undir. Ég trúi ekki öðru en að hann taki í það minnsta eitt tímabil til viðbótar. Hann er búinn að gera stórkostlega hluti fyrir félagið og hann átti mjög stóran þátt í að Arsenal gat keypt nýjan völl.“

„Liðið þurfti að ná Meistaradeildarsæti fimm sinnum á meðan það var borgað fyrir völlinn og Wenger náiði því í öll átta skiptin. Hann á hrós skilið og gagnrýnin er ósanngjörn,“ sagði Campbell. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert