Krúttleg færsla um Gylfa Þór Sigurðsson var í gær sett inn á Facebook-síðu tileinkaða honum sem hvetur fólk til dáða í lífinu.
Í færslunni er birt mynd af Gylfa Þór sem ungum dreng í FH-galla, sem ákvað að skella sér í enskuskóla þar sem draumur hann var að verða atvinnumaður í knattspyrnu.
Boðskapurinn er einfaldur: „Láttu draum þinn rætast.“ Það gerði Gylfi sjálfur svo sannarlega er hann verður í eldlínunni með Swansea gegn Hull í ensku úrvalsdeildinni kl. 15:00. Fylgst verður með gangi mála í leiknum hér á mbl.is.