Gylfi lagði upp mark í lífsnauðsynlegum sigri

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Fernando Llorente í …
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Fernando Llorente í dag. Ljósmynd/Swansea City

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn og lagði upp fyrra mark Swansea sem vann gríðarlega mikilvægan sigur í botnbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Swansea vann þá heimasigur á Stoke, 2:0, en er engu að síður enn í fallsæti.

Gylfi Þór lagði upp mark fyrir Fernando Llorente strax á 9. mínútu, en Gylfi tók þá hornspyrnu sem spænski framherjinn stangaði í netið. Staðan 1:0 í hálfleik.

Um miðjan síðari hálfleikinn varð mikill hasar. Stoke fékk vítaspyrnu, en Marko Arnautovic þrumaði yfir af vítapunktinum. Aðeins mínútu síðar skoraði Tom Carroll hins vegar fyrir Swansea með skoti af löngu færi og staðan orðin 2:0 og þannig urðu lokatölur.

Swansea er engu að síður enn í fallsæti, nú með 31 stig, en hefði komist upp ef Hull hefði ekki unnið Watford. Það gekk hins vegar ekki eftir því Hull vann 2:0 sigur þrátt fyrir að vera manni færri í 60 mínútur. Hull er með 33 stig og er tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Staða Middlesbrough er svo orðin enn svartari, en liðið steinlá fyrir Bournemouth 4:0. Boro er í næstneðsta sæti með 24 stig, tíu stigum frá öruggu sæti. Þá skildu Everton og West Ham jöfn eftir markalaust jafntefli.

Swansea - Stoke 2:0
(Llorente 9., Carroll 70.)
Bournemouth – Middlesbrough 4:0
(King 2., Afobe 16., Pugh 65., Daniels 70. - Rautt spjald: Gaston Ramíres (Middlesbrough) 20.)
West Ham – Everton 0:0
Hull – Watford 2:0
(Markovic 62., Clucas 71. Rautt spjald: Niasse (Hull) 25.)

Swansea 2:0 Stoke opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert