Tæpar 50 milljónir fyrir ölvunarakstur

Wayne Rooney var stöðvaður á ökuferð sinni aðfaranótt föstudags og …
Wayne Rooney var stöðvaður á ökuferð sinni aðfaranótt föstudags og ákærður fyrir ölvunarakstur. AFP

Wayne Rooney var gripinn ölvaður undir stýri aðfaranótt föstudags og mun mæta fyrir rétt 18. september næstkomandi og svara fyrir sakir sínar. Enska götublaðið Mirror heldur því fram að Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, muni sekta Rooney um tveggja vikna laun fyrir athæfið. 

Talið er að mánaðarlaun Rooney séu um 640.000 pund eða tæpar 90 milljónir íslenska króna. Því mun sekt Everton hljóða upp á tæpar 45 milljónir punda. Þá mun Rooney einnig að öllum líkindum verða refsað af dómstólum með fjársekt og mögulega ökuleyfissviptingu.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert