Gylfa vantar góðan framherja

Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton. AFP

Jamie Carragher sparkspekingur á Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Liverpool segir að aðal ástæða þess að Gylfi Þór Sigurðsson hafi átt í erfiðleikum hjá Everton sé sú að hann hafi engan framherja til að nýta sér sköpunargáfu hans.

Everton seldi belgíska framherjann Romelu Lukaku til Manchester United í sumar og hefur engan vegin náð að fylla skarð hans. Margir hafa fengið að spreyta sig í fremstu víglínu með takmörkuðum árangi.

„Mörgum sinnum var hann dæmdur af stoðsendingum sínum með Swansea en þú þarft að hafa einhvern til að klára færin. Everton er ekki með þennan markaskorara svo það gerir Gylfa erfitt fyrir,“ segir Carragher.

Gylfi á enn eftir að skora fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur skorað eitt mark í Evrópudeildinni sem hann skoraði með eftirminnilegum hætti í útileiknum gegn Hajduk Split þegar Everton tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Gylfi og félagar verða í eldlínunni á Goodison Park annað kvöld þegar þeir mæta franska liðinu Lyon en Everton er neðst í riðlinum með eitt stig eftir tvo leiki.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert