Misstu sig yfir markinu hjá Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórkostlegt mark og er hér fagnað.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórkostlegt mark og er hér fagnað. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórbrotið mark fyrir Everton gegn Southampton undir lok fyrri hálfleiks í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrir skömmu.

Gylfi fékk þá boltann utan teigs og lét vaða, en boltinn fór í þverslá, þaðan í stöngina og aftur í slá áður en hann fór yfir marklínuna. Magnað mark og staðan 1:1 í hálfleik.

Það er óhætt að markið hafi vakið athygli á Twitter eins og meðfylgjandi tíst bera með sér, en fylgst er með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert