Arsenal skaust upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með því að sigra Burnley, 1:0, á Turf Moor.
Alexis Sánchez skoraði sigurmarkið á lokamínútu uppbótartímans úr vítaspyrnu sem dæmd var á James Tarkowski fyrir að hrinda á bak Aaron Ramsey í vítateig Burnley.
Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn með Burnley og var einn besti maður liðsins. Hann átti m.a. stangarskot á 15. mínútu leiksins og kom mikið við sögu í mörgum góðum sóknum liðsins í leiknum.
Arsenal komst með þessu upp í fjórða sæti deildarinnar með 25 stig, fór uppfyrir Tottenham og Liverpool, en Burnley er áfram í 7. sætinu með 22 stig.
Burnley | 0:1 | Arsenal | Opna lýsingu Loka | |
---|---|---|---|---|
90. mín. Aðeins 2 mínútur í uppbótartíma | ||||
Augnablik — sæki gögn... |