Mikið undir á Anfield í kvöld

Sadio Mané verður í eldlínunni með Liverpool á Anfield í …
Sadio Mané verður í eldlínunni með Liverpool á Anfield í kvöld. AFP

Það verður mikið undir á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti rússneska liðinu Spartak Moskva í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Liverpool er fyrir lokaumferðina í E-riðlinum með 9 stig, Sevilla 8, Spartak Moskva 6 og Maribor 2. Sevilla sækir Maribor heim í kvöld.

„Liverpool er frábært félag og við viljum spila í Meistaradeildinni. Við viljum fara eins langt og mögulegt er,“ segir Senegalinn Sadio Mané sem var hvíldur í leiknum gegn Brighton um síðustu helgi. Það kom ekki að sök því Liverpool vann stórsigur á útivelli, 5:1.

„Það skiptir ekki máli hverjir skora mörkin. Við viljum bara vinna leikina. Við leggjum hart að okkur á hverjum degi til þess að vera erfiðir fyrir varnarmenn andstæðinganna,“ segir Mané.

Fyrri leik Liverpool og Spartak Moska lauk með 1:1 jafntefli en Liverpool nægir jafntefli til að komast áfram. Liðið þarf hins vegar sigur til að vinna riðilinn að því gefnu að Sevilla vinni sigur á FH bönunum í Maribor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert