Magnaður viðsnúningur Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið mikinn í síðustu leikjum.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur farið mikinn í síðustu leikjum. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson kom Everton yfir fyrir skömmu gegn sínum gömlu félögum í Swansea þegar hann skoraði með glæsilegu skoti utan teigs í fjærhornið, en leikurinn er enn í gangi þegar þetta er skrifað.

Þetta var þriðja mark Gylfa í síðustu fimm leikjum með Everton, auk þess sem hann hefur lagt upp tvö til viðbótar. Hann hefur því komið að fimm mörkum í síðustu sjö leikjum og má það sannarlega teljast viðsnúningur.

Gylfi kom nefnilega ekki við sögu í neinu marki í fyrstu 10 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni með Everton.

Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert