„Ætlaði aldrei að fagna“

Viðbrögð Gylfa eftir að hann skoraði markið gegn Swansea í …
Viðbrögð Gylfa eftir að hann skoraði markið gegn Swansea í gærkvöld. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson fagnaði ekki marki sínu sem hann skoraði fyrir Everton gegn sínum gömlu félögum í Swansea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

„Þótt einhverjir stuðningsmenn Swansea hafi verið að púa á mig þá ætlaði ég aldrei að fagna ef ég skoraði af virðingu við stuðningsmennina og félagið. Ég eyddi löngum tíma hjá Swansea City og félagið mun alltaf hafa mikla þýðingu fyrir mig og gerir það enn þá,“ sagði Gylfi eftir leikinn en hann kom Everton í 2:1 með stórglæsilegu marki.

Fyrrverandi samherjar Gylfa eru í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar en Gylfi telur að liðið geti bjargað sér frá falli líkt í fyrra en flestir eru þeirrar skoðunar að Gylfi hafi einn og sér séð um að bjarga liðinu frá því að falla úr deildinni.

„Það er leiðinlegt að sjá hvar liðið er statt en það er í svipaðri stöðu og á síðasta tímabili. Swansea er með góða leikmenn og ég sagði við þá að þetta snerist bara um að ná í úrslit og fá sjálftraustið til baka. Ég er sannfærður um að liðið geti unnið sig út úr vandræðunum. Við vorum í 18. sæti fyrir nokkrum vikum en með nokkrum góðum úrslitum er staðan núna allt önnur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert