Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í 3:1-sigri Everton gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Gylfi skoraði fyrsta mark Everton í upphafi síðari hálfleiks og átti svo stóran þátt í þriðja marki sinna manna.
Gylfi fékk 8 í einkunn hjá staðarblaðinu í Liverpool, Liverpool Echo, og fékk hæstu einkunn leikmanna sem og Theo Walcott og hann fékk 7 í einkunn hjá Sky Sports.
Þetta var fjórða mark Gylfa fyrir Everton í deildinni á tímabilinu og með sigrinum er Everton komið upp í 9. sæti deildarinnar með 34 stig.