Tottenham með góða ferð á Brúna

Dele Alli fór illa með Chelsea á Brúnni í dag.
Dele Alli fór illa með Chelsea á Brúnni í dag. AFP

Tottenham hafði betur í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag er liðið vann 3:1-útisigur á Chelsea. Var þetta fyrsti sigur Tottenham á Stamford Bridge síðan 1990.

Það voru heimamenn sem fóru betur af stað er Álvaro Morata skoraði fyrsta mark leiksins en Christian Eriksen jafnaði metin fyrir Tottenham með þrumuskoti rétt fyrir hálfleik.

Dele Alli gerði svo tvö mörk með fjögurra mínútna millibili um miðbik síðari hálfleiks til að tryggja stigin þrjú í grannaslagnum en Tottenham hefur þar með tekið risaskref í átt að meistaradeildarsæti.

Ríkjandi Englandsmeistararnir eru aftur á móti nú átta stigum frá Tottenham í fjórða sætinu þegar sjö umferðir eru eftir.

Álvaro Morata fagnar fyrsta marki leiksins.
Álvaro Morata fagnar fyrsta marki leiksins. AFP
Chelsea 1:3 Tottenham opna loka
90. mín. Leik lokið Tottenham skella Chelsea á Brúnni!
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert