Þjálfari Everton lofsyngur Gylfa

Marco Silva og Gylfi Þór Sigurðsson ræða málin.
Marco Silva og Gylfi Þór Sigurðsson ræða málin. AFP

Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hrósaði Gylfa Þór Sigurðssyni í hástert eftir að íslenski miðjumaðurinn skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri á Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Gylfi var þar að mæta landsliðsfyrirliða sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, sem spilar með Cardiff en það voru Gylfi og félagar sem höfðu betur, þökk sé marki Gylfa á 69. mínútu leiksins. Eftir leik fór Silva í viðtal við Sky Sports og hafði Portúgalinn ekkert nema góða hluti um leikmann sinn að segja.

„Hann er að spila vel jafnframt því að við erum að spila vel,“ sagði Silva eftir að Everton vann sinn fjórða heimaleik í röð. „Hann skilur betur og betur hvað ég vil, hvernig hann á að hreyfa sig og hvar hann á að fá boltann á vellinum.“

„Hann er góður leikmaður sem getur skilað sér inn í teig og ég vil að leikmaður í hans stöðu geri það. Hann er frábær atvinnumaður sem leggur hart að sér á hverju degi og það er auðvelt að sjá af hverju hann spilar vel inn á vellinum.“

Þá var Gylfi val­inn maður leiks­ins á Sky Sports en hann fékk 9 í ein­kunn fyr­ir frammistöðu sína. Aron Ein­ar fékk 7 í ein­kunn í liði Car­diff. Gylfi var einnig val­inn maður leiks­ins hjá BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert