Liverpool og Tottenham betri en við

Pep Guardiola var ósáttur eftir annað tapið í röð.
Pep Guardiola var ósáttur eftir annað tapið í röð. AFP

„Það vantaði orku í að skapa fleiri færi. Við reyndum að finna lausnir og við verðum að finna leiðir til að spila betur án Fernandinho. Gundogan var góður í dag, en það vantaði meira," sagði svekktur Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City eftir 2:1-tap fyrir Leicester á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

City er búið að tapa tveimur leikjum í röð og búið að missa Tottenham fram úr sér og er liðið nú sjö stigum á eftir toppliði Liverpool. 

„Liverpool og Tottenham eiga þetta skilið. Þau eru að vinna leiki en ekki við og því er munurinn að aukast. Fyrri hluti tímabilsins er búinn og við erum með nægilega mörg stig til að vera meistarar, en önnur lið eru samt að fá fleiri stig. Þau eru bara betri en við eins og er."

Guardiola segir City enn geta verið meistara, enda tímabilið bara hálfnað. 

„Fótboltinn er heillandi og óútreiknanlegur. Fólk segir að við höfum farið létt með þetta á síðustu leiktíð en það er alls ekki satt," bætti Spánverjinn við. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert