Gylfi maður leiksins í Íslendingaslag (myndskeið)

Gylfi Þór Sig­urðsson og sam­herj­ar hans í Evert­on höfðu bet­ur gegn Jó­hanni Berg Guðmunds­syni og fé­lög­um í Burnley í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í dag.

Dom­inic Cal­vert-Lew­in skoraði sig­ur­markið tíu mín­út­um fyr­ir leiks­lok. Leik­ur­inn var sá fyrsti hjá Evert­on und­ir stjórn Car­lo Ancelotti.

Gylfi lék all­an leik­inn með Evert­on, en Jó­hann Berg Guðmunds­son kom inn á sem varamaður á 68. mín­útu hjá Burnley. Evert­on er í 13. sæti með 22 stig og Burnley í sæt­inu fyr­ir ofan með 24 stig.

Í einkunnargjöf Sky Sports var Gylfi valinn maður leiksins, en hann fékk 8 af 10 mögulegum fyrir frammistöðu sína og því góð byrjun fyrir framan nýja stjórann. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en leikurinn var í beinni útsendingu á Símanum sport. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert