Chelsea að renna út á tíma

Timo Werner á í viðræðum við Chelsea.
Timo Werner á í viðræðum við Chelsea. AFP

Timo Werner, framherji þýska knattspyrnufélagsins RB Leipzig, hefur verið sterklega orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea undanfarna daga. Sky Sports greindi frá því í síðustu viku að Chelsea væri tilbúið að borga upp klásúlu í samningi þýska framherjans sem hljóðar upp á 53 milljónir punda.

Werner, sem er 24 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í allan vetur en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki tilbúinn að borga uppsett verð fyrir framherjann og því allt sem benti til þess að hann myndi fara til Chelsea. Chelsea hefur frest fram á mánudag til þess að klára kaupin því þá rennur klásúlan í samningi hans úr gildi.

Werner og Chelsea ræða nú um kaup og kjör en félaginu virðist ganga illa að ná samkomulagi við leikmanninn. Mirror greinir frá því að viðræðurnar strandi einna helst á launakjörum framherjans í dag en Werner hefur raðað inn mörkunum í Þýskalandi á tímabilinu og skorað 25 mörk í 29 byrjunarliðsleikjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka