Enska knattspyrnufélagið Burnley hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna borða sem flogið var yfir Etihad-völlinn í Manchester er liðið mætti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Á borðanum stóð „White Lives Matter Burnley“ eða hvít líf skipta máli Burnley.
Eftir að deildin fór af stað á ný eftir kórónuveiruhlé hafa leikmenn deildarinnar ákveðið að krjúpa fyrir leiki til að sýna stuðning í baráttunni við kynþáttafordóma og lögregluofbeldi. Þá eru leikmenn með Black Lives Matter aftan á treyjunum í stað nafna.
„Knattspyrnufélagið Burnley fordæmir verknaðinn hjá þeim sem standa á bakvið flugvélina sem flaug með borðann yfir Etihad-völlinn. Þeir sem að eiga í hlut eru ekki velkomnir á Turf Moor.
Þessi verknaður hefur ekkert með það sem Burnley stendur fyrir. Við munum vinna með yfirvöldum og finna þá sem bera ábyrgð á þessu og setja þá í lífstíðarbann. Við styðjum baráttu ensku úrvalsdeildarinnar heilshugar þegar kemur að Black Lives Matter-hreyfingunni.
Við viljum biðjum deildina, Manchester City og þá sem hafa komið Black Lives Matter á framfæri innilegrar afsökunar,“ segir í yfirlýsingu sem Burnley sendi frá sér í kvöld.