Mourinho skýtur á United

José Mourinho segir United-liðið hafa verið heppið á tímabilinu.
José Mourinho segir United-liðið hafa verið heppið á tímabilinu. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var spurður út í baráttuna um sæti í Meistaradeild Evrópu á blaðamannafundi í gær. Þá var hann spurður út í Manchester United, sem er í góðri stöðu eftir sigur á Crystal Palace í vikunni. 

United átti mögulega að fá á sig vítaspyrnu og þá slapp liðið með skrekkinn þar sem mark var dæmt af Palace eftir afar tæpa rangstöðu. Mourinho segir að United hafi verið heppnara en önnur lið með dómgæslu á tímabilinu, en United hefur m.a. fengið fjórtán vítaspyrnur, meira en nokkurt annað lið. 

„Ef United nær Meistaradeildarsæti er það vegna þess að liðið hefur spilað vel. Það vita hinsvegar allir að þeir hafa verið heppnir. Þeir hafa verið heppnir og heppnari en aðrir. Við höfum t.d. ekki verið eins heppnir,“ sagði Mourinho. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert