Bikarinn á loft í Liverpool (myndasyrpa)

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur bikarinn á loft.
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, hefur bikarinn á loft. AFP

Englandsmeistarar Liverpool fögnuðu Englandsmeistaratitlinum með stæl í kvöld eftir 5:3-sigur liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Eftir leik fór bikarinn á loft í Kop-stúkunni sögufrægu en leikmenn liðsins vildu lyfta bikarnum þar til þess að heiðra stuðningsmenn félagsins sem gátu ekki verið viðstaddir bikarafhendinguna vegna kórónuveirufaraldursins.

Leikmenn Liverpool gengu í átt að verðlaunapallinum undir ljúfum tónum Kanye West en lag hans All Of The Lights er mjög vinsælt í klefanum hjá leikmönnum liðsins.

Þegar bikarinn fór á loft hljómaði svo lagið A Sky Full Of Stars með bresku popphljómsveitinni Coldplay en það var engu til sparað þegar kom að bikarafhendingunni og kostaði hún í kringum 40.000 pund en það samsvarar tæplega sjö milljónum íslenskra króna.

Þetta var fyrsti Englandsmeistaratitill Liverpool í þrjátíu ár og í fyrsta sinn sem liðið vinnur ensku úrvalsdeildina frá stofnun hennar árið 1992 og var fögnuður leikmanna liðsins eftir því.

Leikmenn Liverpool fagna bikarnum.
Leikmenn Liverpool fagna bikarnum. AFP
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur. AFP
Alisson Becker, Adrián og Roberto Firmino.
Alisson Becker, Adrián og Roberto Firmino. AFP
Georginio Wijnaldum var með sólgleraugu.
Georginio Wijnaldum var með sólgleraugu. AFP
Mohamed Salah með gullverðlaunin.
Mohamed Salah með gullverðlaunin. AFP
Jürgen Klopp setur gullverðlaunin um hálsinn.
Jürgen Klopp setur gullverðlaunin um hálsinn. AFP
Jürgen Klopp og Adam Lallana kyssa bikarinn.
Jürgen Klopp og Adam Lallana kyssa bikarinn. AFP
Stuðningsmenn Liverpool voru mættir fyrir utan Anfield til þess að …
Stuðningsmenn Liverpool voru mættir fyrir utan Anfield til þess að fagna. AFP
Það var mikið um dýrðir á Anfield í kvöld.
Það var mikið um dýrðir á Anfield í kvöld. AFP
Það var engu til sparað við bikarafhendinguna í kvöld.
Það var engu til sparað við bikarafhendinguna í kvöld. AFP
Það verður partí fram á rauða nótt í Liverpool.
Það verður partí fram á rauða nótt í Liverpool. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert