Mörkin: Ein versta vítaspyrna sögunnar

West Ham hafði bet­ur gegn Ful­ham í síðasta leik dags­ins í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta, 1:0, eft­ir ótrú­leg­ar loka­mín­út­ur. 

Tékk­inn Tomás Soucek kom West Ham yfir á fyrstu mín­útu upp­bót­ar­tím­ans. 

Voru ein­hverj­ir stuðnings­menn West Ham byrjaðir að fagna sigri þegar Tom Cair­ney fór niður inn­an teigs eft­ir samstuð við Said Ben­hrama. Eft­ir skoðun í VAR benti Rob Jo­nes dóm­ari leiks­ins á punkt­inn. 

Ade­mola Lookm­an fór á punkt­inn, en víta­spyrn­an hans var skelfi­leg, því hann vippaði bolt­an­um beint á Lukasz Fabianski sem átti ekki í nein­um erfiðleik­um með að grípa bolt­ann. 

Örstuttu síðar flautaði Jo­nes til leiks­loka og West Ham fagnaði sigri. West Ham er í 11. sæti með 11 stig og Ful­ham í 17. sæti með 4 stig. 

Vítaspyrnuna og aðrar svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert