Bresk yfirvöld funda um leikinn gegn Íslandi

Birkir Bjarnason og Albert Guðmundsson gegn Englendingum á Laugardalsvelli í …
Birkir Bjarnason og Albert Guðmundsson gegn Englendingum á Laugardalsvelli í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enska knattspyrnusambandið mun eiga krísufund með yfirvöldum þar í landi á morgun vegna fyrirhugaðs landsleiks Englands og Íslands á Wembley í Þjóðadeild UEFA 18. nóvember.

Eins og fram kom í morgun er framkvæmd leiksins í hættu vegna hertra aðgerða stjórnvalda á Englandi. Yfirvöld hafa bannað öll ferðalög frá Dan­mörku til Eng­lands, en Íslend­ing­ar mæta Dön­um í Kaup­manna­höfn í sömu keppni þrem­ur dög­um fyrr og þyrftu því að fá und­anþágu til að ferðast til Eng­lands.

Nú segir MailOnline frá því að forráðamenn knattspyrnusambandsins og breskra yfirvalda muni funda á morgun en talið er að engar undantekningar verði gerðar á ferðabanninu til Danmerkur. Einn möguleiki í stöðunni er að flytja leikinn yfir á hlutlausan völl, utan Englands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert