Margrét Lára gagnrýndi hegðun Ronaldo (myndskeið)

Cristiano Ronaldo fór beinustu leið inn í klefa eftir 1:1-jafntefli Manchester United og Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag.

Ronaldo þakkaði ekki leikmönnum Everton fyrir leikinn, né stuðningsmönnum United. Margrét Lára Viðarsdóttir gagnrýndi hegðunina í Vellinum á Símanum sport.

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert