Stjórnarmmenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur íhuga nú að leysa Portúgalann Nuno Espírito Santo undan störfum, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann tók við sem knattspyrnustjóri félagsins.
Eftir slæmt 0:3 tap á heimavelli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær, þar sem Tottenham átti ekki skot á markið í heimaleik í deildinni í fyrsta sinn í tæp átta ár, fundar stjórn félagsins nú um hvort eigi að gefa Santo meiri tíma eða reka hann tafarlaust.
Tottenham hefur tapað fimm af fyrstu tíu deildarleikjum sínum á tímabilinu, sem hefur ekki gerst síðan Svisslendingurinn Christian Gross stýrði liðinu tímabilið 1997/1998.
Þá á Tottenham í stökustu vandræðum með að skora mörk enda aðeins búið að skora níu slík í fyrstu tíu leikjunum, sem er þriðja minnsta markaskorun allra liða í deildinni á tímabilinu.