Kattarsparkið alvarlegra en kynþáttahatur?

Kurt Zouma í leik með West Ham á þriðjudagskvöldið, daginn …
Kurt Zouma í leik með West Ham á þriðjudagskvöldið, daginn eftir að myndbandið fór í dreifingu. AFP

Michail Antonio, sóknarmaður enska knattspyrnuliðsins West Ham, setur spurningu við það írafár sem hefur brotist út eftir að samherji hans Kurt Zouma sást misþyrma heimilskettinum á myndbandi.

„Hér er spurning fyrir ykkur. Teljið þið að það sem hann gerði sé verra en að sýna kynþáttahatur? Ég er ekki að réttlæta gjörðir hans. En ýmsir hafa verið staðnir að verki fyrir kynþáttahatur, tekið út refsingu, kannski átta leikja bann, og haldið áfram að spila fótbolta. Nú er kallað eftir því að leikmaður verði rekinn og missi lifibrauðið sitt," sagði Antonio við Football Daily í dag.

West Ham er farið að missa frá sér styrktaraðila í kjölfar þess að Zouma spilaði leik með liðinu daginn eftir að myndbandið fór eins og eldur í sinu um netheima. Sumir hafa krafist þess að hann verði rekinn frá félaginu fyrir tiltækið. West Ham hefur þegar sektað Zouma, um tveggja vikna laun að því talið er, 250 þúsund pund, sem renna til dýraverndunarsamtaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert