Helsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi tímabundið

Romelu Lukaku, leikmaður Chelsea. Merki Three má sjá framan á …
Romelu Lukaku, leikmaður Chelsea. Merki Three má sjá framan á keppnistreyjunni. AFP

Breska farsímafyrirtækið Three, helsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið, í ljósi þeirra refsiaðgerða sem bresk stjórnvöld hafa gripið til gagnvart Roman Abramovich, eiganda Chelsea.

Ákvörðunin felur í sér að merki Three sem er framan á keppnistreyjum Chelsea verður fjarlægt auk þess sem merkið verður fjarlægt hvar sem það finnst á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, þar til fyrirtækið tilkynnir um annað.

Talsmaður Three sagði forsvarsmenn fyrirtækisins telja rétt að taka þessa ákvörðun í ljósi aðstæðna og refsiaðgerða stjórnvalda í garð rússneska auðjöfursins Abramovich.

Refsiaðgerðirnar snúa meðal annars að tengslum hans við Vladimír Pútín Rússlandsforseta og hvernig stáliðjufyrirtæki í eigu Abramovich skaffar rússneska hernum stál sem hjálpi til við innrás Rússlands í Úkraínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka