Gylfi áfram í farbanni

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, verður áfram laus samkvæmt skilyrðum og í farbanni fram til 16. júlí.

Rúv greinir frá samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Manchester.

Gylfi var handtekinn á heimili sínu föstudaginn 16. júlí 2021 og hefur ekki verið nafngreindur af fjölmiðlum í Bretlandi.

Ástæðan er sögð lagaleg en mbl.is greindi frá samkvæmt heimildum að um Gylfa Þór væri að ræða. 

Eðli meints brots Gylfa Þórs liggur ekki fyrir en talið er að það sé kynferðisbrot. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert