Liverpool upp í toppsætið eftir útisigur

Leikmenn Liverpool fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Liverpool fagna sigurmarkinu. AFP/Paul Ellis

Liverpool er komið í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar, í bili hið minnsta, eftir 1:0-útisigur á Newcastle í dag. Manchester City getur endurheimt toppsætið er liðið mætir Leeds klukkan 16:30.

Liverpool skapaði sér nokkur færi snemma leiks og það skilaði marki á 19. mínútu er Naby Keita slapp inn fyrir vörn Newcastle, lék glæsilega á Martin Dúbravka í markinu, og skoraði.

Newcastle-menn voru ósáttir við markið þar sem James Milner tæklaði Fabian Schar rétt á undan en hvorki dómarinn Andre Marriner né VAR sáu nokkuð að tæklingunni og markið stóð.

Liverpool var töluvert sterkari aðilinn eftir markið og komust Sadio Mané og Diogo Jota báðir nálægt því að skora en Dúbravka gerði vel í að verja frá þeim og var staðan í leikhléi því 1:0.

Sadio Mané fékk annað gott færi á 63. mínútu eftir fyrirgjöf frá Joe Gomez en Mané setti boltann framhjá frá vítapunkti þegar hann var óvaldaður í teignum.

Diogo Jota fékk svo tvö fín færi á 73. og 79. mínútu en í bæði skiptin varði Dúbravka vel og Newcastle gat þakkað fyrir að Slóvakinn var í góðum gír. Það dugði hinsvegar skammt fyrir Newcastle og Liverpool fagnaði eins marks sigri.

Newcastle 0:1 Liverpool opna loka
90. mín. Fabinho (Liverpool) á skot framhjá Lætur vaða úr aukaspyrnu af 25 metra færi eða svo en hátt yfir. Væntanlega síðasta spyrna leiksins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert