Ronaldo strunsaði inn í klefa fyrir leikslok

Cristiano Ronaldo var ekki upplitsdjarfur í leikslok.
Cristiano Ronaldo var ekki upplitsdjarfur í leikslok. AFP/Oli Scarff

Cristiano Ronaldo strunsaði fúll í bragði til búningsklefa áður en leik Manchester United gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla lauk.

Staðan var þá 2:0 fyrir Man. United og Rauðu djöflarnir að sigla sanngjörnum sigri í höfn.

Þegar ljóst var að Ronaldo kæmi ekki inn á sem varamaður í leiknum leiddist honum þófið og rauk inn í búningsklefa.

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var spurður út í atvikið eftir sigurinn.

„Ég er ekki búinn að ræða við hann. Ég tek á þessu á morgun, ekki núna. Í kvöld fögnum við þessum sigri,“ sagði ten Hag í samtali við Prime Video.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert