Liverpool vann fjörugan leik á Villa Park

Leikmenn Liverpool fagna þriðja markinu.
Leikmenn Liverpool fagna þriðja markinu. AFP/Oli Scarff

Liverpool fór upp í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3:1-útisigri á Aston Villa í kvöld.

Liverpool byrjaði með látum, því Mohamed Salah skoraði fyrsta markið strax á 5. mínútu. Salah sá svo um að leggja upp annað markið fyrir Virgil van Dijk á 37. mínútu og var staðan í hálfleik 2:0.

Aston Villa byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og minnkaði verðskuldað muninn á 59. mínútu er Ollie Watkins skallaði í netið úr teignum.

Liverpool átti hins vegar lokaorðið því Stefan Bajcetic, 18 ára Spánverji, skoraði þriðja mark liðsins á 81. mínútu, tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður í sinum öðrum leik í deildinni, og þar við sat.

Liverpool er komið með 25 stig í sjötta sæti deildarinnar en Aston Villa er í 12. sæti með 18 stig.

Aston Villa 1:3 Liverpool opna loka
90. mín. Leik lokið Liverpool tekur stigin þrjú eftir þennan skemmtilega leik á Villa Park.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert